Túnfisksalat

Að gera túnfisksalat er fljótlegt og einfalt. Ekki skemmir fyrir að það er hollt og ódýrt!
Uppskriftin af mínu túnfisksalati er svona:
2 harðsoðin egg (skorið niður)
1/2 lítill rauðlaukur (saxaður)
1/2 – 1 lítil dós af kotasælu
1/2 – 1 lítil dós af túnfisk
smá Chili krydd stráð yfir
Pipar stráð yfir
svo bara stappa öllu saman
Þar sem ég er ný byrjuð að borða kotasælu og túnfisk hef ég það hlutfallslega minna. Ég mæli með að hræra þessu öllu saman og bæta frekar við kotasælu og túnfisk eftir smekk. Mér finnst best að borða þetta með grófu hrökkbrauði. Þetta er algjör prótein sprengja og því kjörið eftir æfingar. Þessi skammtur dugar á ca. 6-7 hrökkbrauð