Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Heimsins besta hrökkbrauð!

Heimsins besta hrökkbrauð!

Þeir sem umgangast mig mikið eða koma í heimsókn til mín vita að ég er alltaf að borða hrökkbrauð sem ég baka sjálf. Strákarnir sem ég æfði með í Falun sögðu að það ætti að kalla mig hrökkbrauð, því ég var svo oft að borða hrökkbrauð á undan æfingum. Því að hrökkbrauðið er fullt af næringu og orku sem endist manni í marga klst. Það er líka mjög létta í magann þannig að það er ekkert mál að borða þetta rétt áður en maður fer á æfingar. Hrökkbrauðið verður yfirleitt fyrir valinu þegar ég er búin að vera í skólanum/vinnu og beint á æfingar – þá er mikilvægt að borða eitthvað svo maður hafi einhverja orku á æfingunni.

Nú er það tvennskonar hrökkbrauð sem ég baka, innihaldið er nákvæmlega sama í báðum nema annað er með hveiti og hitt maísmjöli. Þetta sem er með maísmjöli er mun þynnra og stökkra.. og að mínu mati er maísmjöls hrökkbrauðið betra en hitt, en maísmjöl er mun dýrara en hveiti. Gaman að segja frá því að ég held að allir sem smakka hrökkbrauðin hjá mér finnist þau æði og biðja upp uppskriftina. Bæði börn og fullorðnir vilja alltaf meira, því held ég að það sé komin tími til að ég setji inn uppskriftirnar hér.

Hrökkbrauð með maísmjöli,

Upprunalega fékk ég þessa uppskrift hjá konu sem ég bjó hjá í Svíþjóð:

Innihald:
30gr Graskerafræ
30gr Sólblómafræ
30gr Hörfræ
30gr Sesamfræ
105gr maísmjöl
0,5dl olía
2dl vatn

  • Þetta er svo ótrúlega einfalt og fljótlegt. Þú skellir bara skál á vigt, núllstillir fyrir hvert hráefni og hrærir allt saman. 
  • Deigið er þunnt, hellir því á tvær plötur (bökunarpappír undir)
  • tekur annan bökunarpappír og lætur ofan á og dreifir úr deiginu jafnt yfir alla plötuna með því að strjúka hendinni yfir eða nota kökukefli
  • Tekur bökunarpappírinn af og stráir borðsalt yfir hrökkbrauðið (til að fá aðeins meira bragð)
  • Bakar svo á 150-165C á blæstri í ca 35 mín, eða þangað til hrökkbrauðið er stökkt, á ekki að verða of dökkt
  • Ég brýt hrökkbrauðið bara í bita þegar það er búið að baka það.
  • Þessi uppskrift er glútenlaus, án allra sætuefna og vegan. 
Þetta er maísmjölið sem ég nota, það færst t.d hjá Lifandi Markaði

Mér finnst voða gott að láta ost á hrökkbrauðið, en eins og þið sjáið er þetta mjög þunnt hrökkbrauð, ostsneiðin er stundum þykkri en hrökkbrauðið sjálft. Ég gerði því oft „samloku“ með því að bara ost á milli. 

Hrökkbrauð með heilhveiti og haframjöli

Uppskriftin af hinu yndislega hrökkbrauði. Þessa uppskrift fékk upprunalega ég frá góðri vinkonu minni.
Ég fæ mér yfirleitt ost og gúrku.. mér finnst það best.. hérna var osturinn reyndar alveg að verða búin og þess vegna er hann í einhverjum tjásum á hrökkbrauðinu.
6844820404_02c82d1c01_b1 dl Sólblómafræ
1 dl graskerafræ
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl gróft haframjöl
3 1/2 dl spelt/heil- hveiti
1 1/4 dl olía
2 dl  vatn
2 tsk Maldon Salt

Þessu hrært öllu saman í einn graut.. flatt út á plötu (látið smjörpappír ofan á og flatt út með kökukefli).. Síðan skorið í sneiðar eins og manni listir.. skellt inn í 200°C  heitan ofn í 10-15 mín.. en þangað til að það er farið að brúnast og orðið stökkt..  ekki flóknara en það.. þessi uppskrift er samt ekkert heilög.. ég læt alltaf ca 4dl af fræjum en ekki þessum hlutföllum.. mér finnst sesamfræin ekkert rosa góð.. og þá læt ég minna af þeim og meira af sólblóma og graskerafræjum.. ég notaði einu sinni söltuð graskerafræ og sleppti þá að láta salt.. en svo hef ég bara ekkert notað salt síðan.. þannig þessi uppskrift er svona til að byrja með og svo finnur maður út hvað manni finnst best.. 😉  
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply