Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Uppáhaldsíþróttatoppurinn minn

Uppáhaldsíþróttatoppurinn minn

Ég held að flestar stelpur/konur sem æfa íþróttir reglulega eigi sér uppáhaldsíþróttatopp. Ef ekki þá er líklegt að sú sama hafi ekki fundið sinn uppáhalds íþróttatopp. Ég fékk tvo nýja íþróttatoppa í vor og ég er alltaf í þeim – vildi að ég hefði prófað þá fyrr. Þeir eru einfaldlega svo þæginlegir og flottir. Þetta eru Moving Comfort toppar. Þú getur fundið hvaða toppur passar þér með því t.d að svara spurningum hér

Ég á bleikan og fjólubláan – það er extra skemmtilegt að klæðast sterkum litum. Líflegt og skemmtilegt.

Fyrir utan hvað topparnir eru þægilegir þá er annar góður kostur við þennan bleika að það eru hlýrar á honum eins og á brjóstahaldara. Svo ef ég er að taka æfingar í góðu veðri þá fæ ég ekki þetta skemmtilega „íþróttatoppa-far“ sem sést síðan þegar ég er í venjulegum hlýrabolum eða kjól. Einnig er hægt að losa hlýrana á honum, þeir eru festir með frönskum rennilás. Svo ef ég er t.d að taka langa og erfiða spretti á sólardegi og á að hvíla í 15-20 mín á milli er snilld að losa hlýrana í hvíldinni og fá ekkert far eftir þá! og þær konur sem eru með barn á brjósti geta þá líka losað hlýrann og gefið brjóst án þess að þurfa rífa sig alveg úr. 
Þessi fjólublái er töff. Mér finnst ég algjör töffari í þessum toppi og mér finnst ég lýta extra vel út í honum!
Mig langaði að deila þessu með ykkur ef það eru einhverjar sem ekki hafa prófað þessa toppa að ég mæli algjörlega með þeim. Það er allavega nokkuð öruggt að ég mun bara fá mér toppa í þessu merki hér eftir 🙂
Hér er ég í bleika toppnum í sumar í fjallgöngu upp á Lómagnúp í sól og blíðu.

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply