Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hvað er að frétta af mér? kviðslit?!

Hvað er að frétta af mér? kviðslit?!

Tímabært að ég fari að setja inn einhverjar fréttir af mér.
Það er kominn mánuður síðan ég flutti til Íslands aftur, komin með vinnu hjá Lindex, sjá um félaga Fjólu, reyna að koma mér fyrir í íbúðinni ofl, svo það er búið að vera vægast sagt mikið að gera.

Það eru margir að spyrja mig og hafa heyrt hluta af einhverju og skilja ekki hvað er í gangi hjá mér. Í stuttu máli var læknir sem sagði við mig fyrir rúmri viku (sama dag og Vormót ÍR var) að ég þyrfti að taka mér pásu í ár og mætti ekkert keppa í sumar.

Ef ég skildi lækninn rétt þá var aðal ástæðan sú að ég væri kviðslitin. Síðan síðasta miðvikudag sagði annar læknir mér að keppa, ég skaða ekkert með því að keppa og æfa. Ég fer bara í aðgerð í haust til að laga kviðslitið (ég er samt að fara í myndatöku í næstu viku til að staðfesta 100% að þetta sé kviðslit). Ég fór því beint og keppti á HSK móti. Ég var ekki búin að undirbúa mig fyrir þetta mót, eiginlega ekkert búin að æfa, borða rusl, vinna mikið og sofa lítið. Fyrir utan það var kalt og lítil keppni. Allir þessir þættir hafa eitthvað með það að gera að mér gekk ekki vel á mótinu. Ég er samt ekki svekkt yfir því, af því ég er svo glöð að ég geti verið með. Þar sem nokkrum dögum áður hélt ég að ég fengi ekki að keppa meira í sumar! Okay, mér er og verður illt í kviðnum en það skaðar ekki neitt og ég fæ að vera með 🙂

Þrátt fyrir að árangurinn var ekki sá besti er staðreyndin sú að ég vann allar mínar greinar og því stigahæðsta konan og með besta afrekið!

Á Selfossvellinum í gær
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply