Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hneturéttur

Hneturéttur


Langar þig að baka eitthvað sem er saðsamt, passar að borða bæði sem morgunmat, í kaffitímanum eða eftirrétt? Eitthvað sem er hollt, næringarískt, sem er án sykur og hveiti? en mikilvægast af öllu að það sé GOTT! Ef þér finnst hnetur og hafragrautur gott þá er þessi uppskrift fyrir þig! 

þetta er kannski smá dundur að gera þessa uppskrift en alls ekki flókið. Upplagt að búa þessa köku til og eiga í nesti eða morgunmat.

Ég borða þennan rétt sem máltíð þar sem hún er svo nægingarík, gott fyrir eða eftir æfingar.

Öll þurrefnin í botnin


Innihald:

þurrefni:
5dl haframjöl
1tsk lyftiduft (má sleppa)
3 tsk (vel fullar) kanill
3tsk vanillusykur
35gr / 1/2dl Apríkósur (smátt saxað)
45gr / 1dl Döðlur (smátt saxað)
10gr / ca 1 msk Olía
Blautefni:
4dl mjólk (ég notaði með 0,5% fitu)
2 egg
Kasjúsmjör frá H-Berg

140gr Kasjúhnetusmjör

Efsta lagið:
1 banani / 100gr
1 lítið epli /100gr
30gr kókósmjöl
15gr. Pecan hnetur
15 gr Kasjúhnetur
strá kanil yfir eftir smekk
1dl mjólk (ég notaði 0,5%)
Aðferð:
1) Tekur öll þurrefnin og blandar saman
 2) smyrja formið með olíunni og setur þurrefnin í (formið þarf að vera djúpt og ca 20cm breitt)
Búið að hella þeytingnum yfir (mjólk, egg og kasjúsmjör)

3) þeyta saman blautefnin (í öflugum handþeytara eða hrærivél)

3) þegar blautefnin hafa blandast vel saman skaltu hella því yfir þurrefnin
4) Sneið banana niður og dreifa jafnt yfir formið
5) brytja epli í litla bita og dreifa jafnt yfir formið
6) mylja hneturnar og strá yfir ásamt kókosmjölinu og kanill
7) baka inn í ofni við 160°C (ekki blástur) í 30 mín
8) hella 1 dl yfir og baka í 15 mín til viðbótar á 185°C
9) láta kólna í allavega 10 mín áður en er byrjað að borða

Allt klárt – bara inn í ofninn

Annað:
Kakan á að vera mjúk, svo það virkar ekki að stinga pinna í hana til að ath. hvort hún sér tilbúin – það á að koma blautt. Hún er tilbúin þegar hún er byrjuð að brúnast aðeins. Gott at hita hana aftur upp eða borða hana kalda. Getur verið gott að borða með jógúrti, rjóma, ís eða bara eintóma.
Ef maður reiknar með að hver skammtur sé 150gr þá er þessi kaka sirka 9 skammtar. Í hverjum skammti er
15,2 gr af Hollri og góðri fitu
28,3 gr af Kolvetnum
10,6 gr af próteini
Tilbúin, svona lítur rétturinn úr. Extra gott að borða þetta nýbakað með vanilluís 🙂
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

3 thoughts on “Hneturéttur

Leave a Reply