Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Döðlubrauð án sykurs og hveitis

Döðlubrauð án sykurs og hveitis

Ég bjó til uppskrift af ótrúlega góðu döðlu-hafra brauði sem inniheldur engan sykur né hveiti!
Þeir sem hafa smakkað það hjá mér eru allir sammála um að það sé mjög gott og mjög hissa að að það sé ekkert hveiti eða sykur í því. 
Uppskriftin er svona:

Innihald:
1 bolli döðlur
1 bolli vatn
120gr Sukrin Gold
1 egg
2 og 1/2 haframjöl
2 msk olía
1 tesk lyftiduft
1 tesk vanilludropar
Aðferð:
1) Sjóða vatn, láta 1 bolla af vatni í skál og leggja döðlurnar í bleyti
2) Þeyta saman Sukrin Gold og egg, svo það verði létt
3) Bæta við haframjöli, olíu, lyftidufti og vanilludropum við eggið+sukrin gold, hræra því rólega saman
4) mauka döðlurnar t.d með höndunum með því að kremja þær í höndunum. Þannig að vatnið og döðlurnar verða eins og mauk/grautur
5) Bæta döðlumaukinu saman við restina og passa að það blandist vel saman
6) Hella í form og baka í 200°C ekki með blástur í 60-75 mín.
Ef þú prófar þessa uppskrift væri gaman að heyra frá þér hvað þér finnst um brauðið 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Döðlubrauð án sykurs og hveitis

  • Auður Jóhnnesdóttir

    Sæl
    Ég var að prófa þetta döðlubrauð og það var mjög þurrt hjá mér. Á ekki að vera 2 1/2 bolli haframjöl? Það vantar mælieininguna í uppskriftina. Svo var ég með gróft haframjöl og það getur kannski haft sitt að segja.

    Reply
    • Fjóla Signý Post author

      Sæl Auður,

      Leitt að heyra að það hafi verið þurrt, spurning hvort það hafi verið bakað aðeins of lengi?
      Var brauðið svipað á litin eins og það er á myndinni hjá mér?

      Jú það er rétt að það á að vera 2,5 bolli. Hver bolli er 235 ml. Er það ekki sama mælieining og þú notaðir?

      léstu ekki líka 1 bolla af vatni í döðlumaukið?

      Reply

Leave a Reply