Afhverju er maður að þessu?
Þegar maður er á mjög erfiðum interval æfingum, mjólkursýran í hverjum einasta vöðva, nær ekki andanum og langar bara að fara sofa. Þá þarf maður að vera sterkur í hausnum og finna einhverja hvatningu sem hvetur mann áfram í gegnum æfinguna. Afhverju er ég að þessu? jú því ég gæti ekki verið án þess.. að æfa og keppa í frjálsum er það skemmtilegasta sem ég geri. En mesti drifkrafturinn er að ég vil vera fyrirmynd fyrir aðra, ég vil sýna þeim að ég get VÍST náð langt. Ég hef lent í mörgum áföllum yfir ævina ásamt því að lenda í veikindum og alvarlegum meiðslum. Helstu meiðslin sem ég hef lent í er að rífa liðþófa í hné, slíta liðbönd í ökkla, fá sprungu í legginn og blæðingu inna á beinið og ökklalið, rífa vöðva í upphandlegg. Ég veiktist illa af einkirningssótt 2008 og átti ekki að geta neitt í íþróttum eftir það. Árið 2013 lenti ég svo í 2 bílslysum þar sem ég tognaði illa á hálsi, trosnun og blæðing inn á læri, beinmar og blæðing á legg og ökkla.
Þrátt fyrir þetta hef ég náð ágætum árangri og held ótrauð áfram. Markmið mitt er skýrt, ÓL 2016. Ég vil vera fyrirmynd fyrir alla þá sem hafa lent í erfileikum og mótlæti og sýna að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Núna er ég allavega að leggja hart að mér og gengur ágætlega, bætti mig t.d í clean í síðustu viku þegar ég lyfti 75kg, og ætla mér að halda áfram að bæta mig!
Núna eruð þið minn drifkraftur í gegnum æfingarnar og svo þegar kemur að því að keppa í sumar þá þýðir ekkert að vera hugsa of mikið um hvað maður ætla sér. Þá er maður búinn að undirbúa sig eins og maður getur og þá er bara að sjá hverju það skilar. Ég hefði þurft meira af þessum hugsunahætti í sumar, var of mikið að hugsa um hvaða tíma ég ætti að hlaupa og hvað ég skildi gera. Þetta er góður drifkraftur á æfingum en þegar komið er að keppni þá er það oftast neikvætt – ef maður hugsar of mikið um þetta.
Þegar á hólminn er komið þýðir ekkert að stressa sig, það gerir bara illt verra. Dæmi þegar maður keppir og verður svakalega stressaður, ætlar sér svo mikið að hlaupa á ákveðnum tíma eða vinna einhvern setja mikla pressu á sig. En maður breytir engu úr þessu maður er búin að undirbúa sig og núna er bara sjá hvernig útkoman verður -gerir sitt best, ekki hægt að biðja um meira. Sama gildir ef maður er að fara í próf, atvinnuviðtal, er flughræddur eða hvað sem það er.