Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Þú ræður ferðinni

Þú ræður ferðinni

Það er eitt sem mér finnst rosalega erfitt að temja mér það er að taka ákvarðanir byggt á því hvað ég vil gera. Kannski hljómar þetta svo fáranlega fyrir örðum að þeir hugsa „en ekki hverju?“ En í mörg ár, eiginlega meiri hlutan af mínu lífi hef ég byggt ákvarðanirnar mikið til á hvað aðrir vilja, hvað er best svo sem flestir séu sáttir. Það er ekki mikið vit í að gera það þar sem enginn annar er að lifa mínu lífi, enginn annar sér til þess að ég geri það sem mig langar.

Ég hélt alltaf að ég væri mjög sjálfstæð, ég bara hugsaði um hina líka.. ekki sjálfselsk. Það sem ég er að reyna að troða inn í hausinn á mér að ég er ekki sjálfselsk þó að ég segi „nei, ég get ekki komið í vinnu því ég er að keppa“ eða bara yfir höfuð ef ég segi „nei, ég get það ekki“ eða eitthvað þvíumlíkt. Ég hugsa oftast fyrst, æj ég veit að þau þurfa svo á mér að halda, æj ég „verð“ .. 
Þetta veldur endalausri togstreitu að ég sé að reyna að gera öllum til geðs nema sjálfri mér. Ef maður veit hvað maður vill og er með á hreinu hver forgangsröðin er í lífinu, þá á maður að taka ákvarðanir samkvæmt því. Svo einfalt er það. Eftir að ég áttaði mig betur á þessu þá hugsa ég um þetta þegar ég þarf að ákveða eitthvað en finnst enginn kostur vera nógu góður þar sem mismunandi hlutverk stangast á við hvort annað. Dæmi, ég þarf að vera íþróttakonan sem mætir í keppni, ég þarf að vera Fjóla Frænka og ég þarf að vera starfsmaður allt á sama tíma, stundum þyrfti ég helst að vera í sitthvoru landinu á sama tíma.. þá hugsa ég  
„ef það mundi enginn segja neitt við mig eða biðja mig um neitt, hvað mundi ég gera?“
„hvað er það sem skiptir mig máli?“ 
Ég er sífelt að verða betri í að gera það sem ég vil, ég er alltaf að átta mig betur og betur hvað þetta skiptir miklu máli. Að maður verður sáttari við allt. Maður nær að róa hugan. Að vissu leiti verður það alltaf þannig að það er einhver sem ætlast að þú mundir gera eins og hann vill. En það á ekki að skipta máli ef þú vilt ekki gera það. Maður á að njóta lífsins, það geriru ekki með að gera öðrum til geðs. Maður kemur fram við aðra eins og maður vill að þeir koma fram við mann. Það er lögmál fyrir mér. 
Ef þú vilt fá hjálp frá vinum þínum verður þú að hjálpa þeim. Ef þú vilt fá umhyggju verðuru að sýna öðrum umhyggju. Ef þú vilt fá tækifæri verðuru að gefa öðrum tækifæri. Ef þú vilt að fólk virði þig verðuru að virða fólkið. Þetta er einfalt. Þannig á sama tíma að þú vilt gera það sem þú vilt þá verður þú að skilja að aðrir geri það sem þeir vilja gera – ekki ætlast til að þeir gerir eitthvað því þú vilt það
Ef þú veist hvað þú vilt gerðu það þá, það er enginn annar sem gerir það fyrir þig. Ef þú þarft aðstoð biðuru um hana, ekki bíða eftir að einhver bjóði þér hana. Þú þarft að gera þetta sjálf/ur ef þig virkilega langar til þess að gera það sem þig langar

… spyr Fjólan sem veit alls ekki allt en reynir að deila reynslu sinni.. 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply