Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Allt gengur mjög vel!

Allt gengur mjög vel!

Það gengur vel hjá mér að koma mér til baka á brautina. Ég hitti sjúkraþjálfara síðasta fimmtudag sem sagði „frá því að ég hitti þig síðast þá ertu orðin svo miklu betri en ég hélt að þú yrðir núna, þú ert jafvel miklu betri en ég hefði vonast eftir að þú yrðir núna,  en samt ertu búin að lenda í einu slysi í millitíðinni, þetta er alveg ótrúlegt!“ það var mjög jákvætt að heyra!!

Ég er byrjuð að auka kílóin á lyftingastönginni, auka þyngdirnar í medicinboltaköstum, ég er farin að hlaupa hraðar í interval æfingum, ég er meira að segja farin að standa á höndum.. þar sem mér finnst samt ekki síður mikilvægt að ég get sofið með kodda og hef gert í 2 vikur, sem þýðir að ég er farin að sofa betur – ekki með stannslausa verki 24/7. Þegar maður sefur illa þá virkar ekkert hjá manni, allt verður svo erfitt.

Fékk að nota þess skó í fyrsta skiptið í vikunni. Þetta eru Purecadence frá Brooks, léttir og góðir fyrir interval æfingar

Ekki það að ég sé laus við alla verki og geti bara gert hvað sem er. Ég geri eins mikið og kroppurinn leyfir og hann leyfði töluvert minna bara fyrir t.d. 2 vikum síðan! Ég þarf að hugsa mjög vel um mig, nudda fæturna, sofa nóg, borða rétt..

Fótabað fyrir duglega fætur. Epsom, lavander og engiferrót er ágætt mix í fótbað 🙂

Ég ætla að koma með uppskrift á morgun af geggjuðu hollustu nammi sem ég bjó til..

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply