Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Rugl góður, ferskur og hollur drykkur!

Rugl góður, ferskur og hollur drykkur!

Í kvöld bjó ég til besta drykk sem ég hef nokkurn tíma búið til. Mig langaði í einhvern ferskan drykk sem myndi passa sem millimáltíð áður en ég myndi borða kvöldmat 1-2klst síðar. Ég vissi raun ekkert hvað ég væri að búa til, henti bara einhverju saman og úr varð besti drykkur sem ég hef búið til! og auðvitað bráðhollur! Ég ætla að deila þessari uppskrift með ykkur, segið mér svo endilega frá því hvort þið séuð jafn hrifin af þessum drykk og ég. Þessi drykkur er alls 1L, það er fínt að eiga inni í ísskáp og grípa í á milli mála.

Heilsudrykkur Fjólu Signýjar
Innihald:
Engiferrót 16gr
Frosin blönduð ber 76gr
Fersk pera 1stk
Chia fræ 2msk
Berjadjús 
Aðferð:
1) Tók engiferrótina skar hana í litla bita (tók ekki hýðið af) og sauð hana í 3dl af vatni, hafði lok á pottinum
2) Setti frosnu berin í blandarann
3) Afhýddi peru og skar steinana úr henni og setti í blandarann
4) Bætti við Chiafræunum (sem voru búin að liggja í bleyti í ca. 2,5dl)
5) Blandaði eitt vatnsglas ca. 3dl með berjadjús (djús sem er 1/9) hellti því í blandarann
6) Tók engiferið sem var búið að sjóða og pressaði það ofan í blandarann með hvítlaukspressu
7) Hellti engifersafanum (úr pottinum) í blandarann
8) Bætti við köldu vatni upp að 1L
9) Blanda þessu öllu saman
Það er örugglega gott að bæta við klökum til að gera drykkinn enn svalari. 

Næringagildið í honum (1L) er:
Kaloríur: 223
Kolvetni: 31gr
Fita: 9gr
Prótein: 7gr
Trefjar: 11gr

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply