Í kvöld bjó ég til besta drykk sem ég hef nokkurn tíma búið til. Mig langaði í einhvern ferskan drykk sem myndi passa sem millimáltíð áður en ég myndi borða kvöldmat 1-2klst síðar. Ég vissi raun ekkert hvað ég væri að búa til, henti bara einhverju saman og úr varð besti drykkur sem ég hef búið til! og auðvitað bráðhollur! Ég ætla að deila þessari uppskrift með ykkur, segið mér svo endilega frá því hvort þið séuð jafn hrifin af þessum drykk og ég. Þessi drykkur er alls 1L, það er fínt að eiga inni í ísskáp og grípa í á milli mála.
Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss.
Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)