Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Uppskriftir af mismunandi hafragrautum

Uppskriftir af mismunandi hafragrautum

Ég borða hafragraut alla virka daga ég gerði það líka þegar ég var lítil og þangað til ég varð ca. 12 ára þá einn daginn fékk ég bara ógeð og gat ekki borðað grautinn í nokkur ár eða ekki fyrr en ég fór í framhaldsskóla. Þá áttaði ég mig á að ein stærsta ástæðan fyrir því að mér fannst grauturinn ekki góður er af því að mér finnst best að hafa hann vel þykkan með engu salti en mamma var vön að elda hann þunnan með smá salti.

Öll þessi ár fékk ég mér alltaf mjók út á grautinn og smá sykur yfir – það var venjan. En málið er að ef maður setur sykur yfir þá er maður ekkert að borða hollari morgunmat en eitthvað annað morgunkorn og svo er ég með viðkvæman maga og þoli mjólkina illa á morgnana. Þá fattaði ég að sleppa sykri og mjólk og hafa kanil og epli í staðin. Eplin eru safarík og sæt og kanillinn er hollur og dregur fram enn meiri sætu í eplunum. Upp frá þessu byrjaði ég að gera mismunandi hafragrauta. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt, það er bæði gaman að fá sér öðruvísi og líka til að koma í veg fyrir að ég fái aftur ógeð á grautnum.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum uppskriftum af hafragrautum sem ég elda, þið megið endilega segja mér hvernig graut þið fáið ykkur 🙂 og hvað af þessu þið hafið prufað! 🙂

Ég læt mælieiningarnar vera svona ca í sviga fyrir aftan, en maður gerir eins og manni finnst best. Ég fæ mér yfirleitt bara það sem er til og það sem mig langar í 🙂

Hafragrautur með kanil og:

  • frosnum blönduðum berjum (ca. 2 dl)
  • eplum (borða 1 epli með)
  • valhnetum og hunangi (ca 1 dl af muldum hnetum og 1 tsk hunang)
  • valhnetum og gullrúsínum (ca 1dl muldar hnetur og lúka af gullrúsínum)
  • 1 eggi (ekki hræra of mikið, leyfa eggjahvítunni að vera smá puffí) 
  • Chiafræum, rúsínum og helst trönuber líka stundum Maca dufti (2msk chia fræ, 1 lúka rúsínu, aðeins minna af trönuberjunum og 1 kúfull tsk maca)
  • Sólblómafræ og rúsínur (1dl fræ og lúka af rúsínum)
  • Súkkulaði hleðsla, chiafræ, stappaður banani, möndlu- eða hnetusmjör (þetta er ca 2-3 skammtar, heil súkkulaði hleðsla, 4msk af chiafræjum, heill stappaður banani, msk möndlusmjör)
  • Kasjúhnetur, hörfræ,sólblómafræ, rúsínur og trönuber (1dl muldar hnetur, 0,5dl hörfræ, 1dl sólblómafræ, lúka af rúsínum og aðeins minna af trönuberjum)
Þegar maður setur macaduft og chiafræ verður að bæta því við síðast. Það má alls ekki sjóða því þá skemmir það mikið af góðu efnunum sem það inniheldur
Smá stuttur fróðleikur um hráefnið sem ég nota, getið klikkað á nafnið og farið á síðu með frekari fróðleik:
Hafrar: þeir eru kolvetnaríkir og innihalda mikið af trefjum sem er gott fyrir meltinguna.
Kanill: ótrúlega hollur.. hann getur t.d náð jafnvægi á blóðsykrinum í líkamanum og minnkar tíðarblæðingar hjá konum!
Ber:  eru full af andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að hreinsa sig, t.d mjög öflugt gegn krabbameini
Epli: maður eyðir meiri orku að borða eplin en ef maður fær úr eplunum, þau eru mjög trefjarík og því góð fyrir meltinguna
Valhnetur: mjög góðar fyrir heilan, bæta sæðisframleiðslu, stútfullar af próteinum og hollri fitu
Hunang: kolvetnaírkt og mjög sætt
Gullrúsínur: eru rúsínur sem hafa verið unnar öðruvísi en dökkar, smakkast aðeins öðruvísi.. innihalda andoxunarefni
Egg: fullt af próteinum
Chia fræ: mjög orkugefandi og innihalda ma. slatta af omega fitusýrum
Rúsínur: mjög járnríkar og sætar
Trönuber: andoxunarefni og eru náttúrlegt lyf við blöðrubólgu 
Maca duft: algjört töfra efni sem hjálpar líkamanum með hvað sem er næstum því, mjög orkugefandi en bragðast ekki vel því þarf að setja nóg af kanil og/eða berjum með til að deyfa bragðið.  Ég get ekki tekið þetta inn daglega (nema þá í nokkra daga) því þetta er frekar sterkt efni, ég tek þetta aðallega inn þegar ég er lasin, í prófatíð, langir keppnisdagar og æfingabúðir
Sólblómafræ: trefjaríkt
Súkkulaði hleðsla: próteindrykkur, gott fyrir og eftir erfiðar æfingar
Banani: kolvetnaríkur og sætur
Möndlu/hnetu-smjör: verður að vera hreint, þá er þetta góður próteingjafi og góðar fitusýrur.. hnetur eru stútfullar af næringu!
Kasjúhnetur: prótein og fita
Hörfræ: góðar fitusýrur og trefjaríkt
Hér kemur mjög góð og skemmtileg tafla sem einfaldar hvað við þurfum að borða og hvers vegna

Næringarefni Hvar finnum við þau?
Kolvetni Sér heilanum fyrir næringu í formi glúkósa Heilkorn, ávextir (sérstaklega epli), grænmeti
Vökvi Jafnar blóðrásina og flutning næringarefna, ásamt fleiri hlutverkum Vatn, ósætt jurta og ávaxtate
Koffein, í litlum skömmtum Víkkar út æðar í heilanum; eykur einbeitingu og athygli Kaffi, svart te, grænt te
Járn Flytur súrefni Rautt kjöt, graskersfræ, sesamfræ, valmúafræ, sojabaunahveiti, hirsi, furuhnetur, hveitikím, hafrar, dill, steinselja, ger, spínat, vætukarsi, linsubaunir, sojabaunir, hvítar baunir
Kalk Stjórnar taugaboðum Mjólk og mjólkurvörur, valmúafræ, fíkjur, sesamfræ, sojabaunir, belgjurtir, hnetur, heilkorn, hveitikím, haframjöl, brokkólí, vætukarsi, grænt grænmeti, steinselja
Sínk Aðstoðar við mörg efnaskipti í heilanum. Mikilvæg fyrir einbeitingu og minni Hveitikím, valmúafræ, sesamfræ, graskersfræ, kjöt, egg, mjólk, ostur, fiskur, gulrætur, heilkorna brauð, kartöflur
Fenylalanin, tyrosine Nauðsynlegt við myndun adrenalíns og dópamíns og því mikilvægt fyrir einbeitingu og athygli Fiskur (túnfiskur, silungur), kjöt, mjólkuvörur, sojabaunir, ostur (kotasæla), hnetur, hveitikím, möndlur
Serine (amínósýra) Nauðsynlegt við myndun asetókólíns og því mikilvægt fyrir lærdóm og minni. Fiskur, kalkúnn, kjúklingur, nautakjöt, kasjúhnetur, hveitikím, brokkólí, baunir, spínat, heilkorna brauð, hrísgrjón
Vítamín B1 (þíamín) Gegnir hlutverki við efnaskipti glúkósa og í virkni taugafrumna Heilkorn (hveiti, spelt), hafrar, hveitikím, sólblómafræ, belgjurtir, hnetur, svínakjöt
Ómettaðar fitusýrur, ásamt ómega-3 fitusýrur Byggingarefni frumuhimna Fiskur, valhnetur, spínat, kornolía, hnetuolía, sojabaunaolía,

Ég fann þess töflu hér mæli með að þið kíkjið á þessa síðu ef þið viljið lesa smá meiri texta á mannamáli 🙂
Hér er ég með Kasjúhnetur, hörfræ,sólblómafræ, rúsínu og trönuber.. Ég elda yfirleitt rúmlega þannig ég get tekið með mér í nesti á æfingu eða borðað milli mála þegar ég er heima 🙂
nú búið að blanda öllu saman 🙂
Trönuber eru klárlega í uppáhaldi hjá mér núna. Ég mæli með að ef þið viljið prófa eitthvað nýtt að byrja á að prófa að bæta þeim við í grautinn. Það er líka hægt að kaupa svona litla sæta poka frá H-berg, þannig ef ykkur finnst þetta ekki eins æðislegt og mér þá eigið þið ekki risa poka af einhverju sem þið vitið ekki hvað þið eigið að nota í! 

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Uppskriftir af mismunandi hafragrautum

  • Ég borða hann með heimagerðu múslíi (með fullt af fræjum og þurrkuðum ávöxtum t.d.), grænu epli og blöndu af kanil, engifer og túrmerik 🙂
    Veistu hvað er í þessu maca dufti?

    Reply
    • sniðugt að hafa engifer og túrmerik.. það er svo súper hollt! 🙂
      en þú getur klikkað á nafnið "maca" sem er feitletrað þá ferðu inn á heimasíðu sem stendur meira um duftið.

      Reply

Leave a Reply