Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Landsmóts- og Íslandsmeistar í 400m grind

Landsmóts- og Íslandsmeistar í 400m grind

Þá er ég mætt á Ísland sem þýðir að ég er ekki alveg nógu dugleg að blogga.. ástæðan er einföld ég bý í yndislegu fallegu sveitinni minni og ég er ekki að sóa tíma mínum í að vera í tölvunni. Það skortir aldrei verkefni og hugmyndir þegar ég er í sveitinni, sem er yfirleitt bæði rosa gaman og slítandi.. en samt svo gaman að ég held alltaf áfram.. Til dæmis þegar það var 20°C hiti og sól tvo síðustu dagana fyrir meistaramótið þegar ég átti einmitt að hvíla, ekki vera í sólinni og sofa mikið.. það var eiginlega ógerlegt!

En allavega.. landsmótið var haldið á heimavellinum mínum.. æðislegt að hafa landsmótið á Selfossi.. aftur á móti var veðrið ekki eins æðislegt. Ég var ný komin heim frá Madeira, og undan því var ég í Slóvakíu svo fyrir landsmótið var ég búin að vera í 30°C lengi, orðin þreytt á ferðalögum og keppni og fór svo að keppa í 10°C, rigningu og stormi á Íslandi.. sem kostaði að ég varð veik í viku á eftir! Þrátt fyrir það var ég rétt við mitt besta í 100m grind þegar ég hljóp á 14,43s á best 14.41s.. síðan rétt feldi ég 170 með hælunum í hástökki, sem hefði verið bæting þar sem ég á bara 169cm úti.. En á sunnudeginum var ég orðin frekar lasin og þreytt..  byrjaði á 100m úrslitum hljóp svo 400m grind keppnislaust.. beint í úrslit í 200m og endaði á 400m spretti í boðhlaupi og þá var ég sko þreytt.. En heilt litið yfir bara góður árangur á mótinu miða við aðstæður og landsmótasmeistari í 400m grind og hástökki

Síðan var meistarmótið á Akureyri núna um helgina, þar var aðeins betra veður.. reyndar var 21°C hiti og sól á Selfossi líka.. en hvað um það. Ég keppti í 100m grind á laugardeginum og hljóp á 14.45s og endaði 2. sæti.. sem er alveg við mitt besta.. ég núna alltaf að hlaupa á mjög svipuðum tíma sem segir að það eru góðar líkur að ég eigi eftir að bæta mig ennfrekar í greininni. Síðan hljóp ég 4x100m boðhlaup og átti ágætan sprett. Síðan var það 400m grind og hástökk seinni daginn og ég byrjaði í báðum greinunum á sama tíma. Þetta er ekki góðar greinar til að hlaupa á milli því maður klárar sig alveg í 400m grind og þú þarft alla þína orku til að hoppa hástökk. Ég kláraði svo sannarlega allt sem ég átti í 400m grind. Ég og Stefanía Valdimars vorum í hröku keppni en ég náði að vera rétt á undan og þar með íslandsmeistari. Ég hef kannski 2-3x áður verið svona svakalega þreytt á ævinni.. þá meina ég þegar maður klárar sig alveg á einni mín. Auðvitað er ég oft að keyra mig alveg út að mig verkjar í vöðvana, að ég get bara ekki staðið lengur.. mig langar bara að sofa í nokkra daga eða eitthvað álíka.. En þessi þreyta er öðruvísi, líkaminn hálfpartinn fer í verkfall við svona mikla áreynslu.. fyrir það fyrsta er ég með svo mikla mjólkursýru í hverjum einasta vöðva að ég get varla hreyft mig.. en það er líka eftir því að mig svimar og sé illa fyrir sjóntruflunum.. þar sem ég sé stjörnur útum allt.. auk þess kemur bilaður hausverkur, líkist fáranlegum þrýsting.. mér er flökurt, veit ekki hvort það er út af sársaukanum, eða áreynslunni við að reyna að standa í lappirnar eða hreinlega enn einn þátturinn í þessari yfirþyrmandi þreytu.. á þessu mómenti langar mig helst að liggja í fósturstellingu og væla bara.. haha.. en það þýðir ekkert.. eins og ég segi var þetta ekki í fyrsta skipti og ég veit að þetta gengur yfir eftir smá.. eftir 30 mín var ég að komast í stuð aftur og byrjuð að skoppa út um allt en það var eiginlega um seinna fyrir hástökkið.. því ég átti bara 1 tilraun eftir í hástökki á 164 og var pínu óheppin, rétt felldi.. en hafði náð að koma mér yfir 159.. ég keppti samt í hástökki aðallega sem æfingu fyrir bikar því þá mun ég gera það sama og hef ekkert val..

En spáið í því hvað það er sjúklega gaman að hlaupa þetta hlaup.. tala nú ekki um í góðu formi á frábærum tíma.. ef það er þess virði að ganga í gegnum þessi óþægindi.. hér koma nokkar myndir og myndbönd frá síðustu mótum:

Þessi mynd var tekin af mér og Agnesi í storminum á landsmótinu. Þessi mynd fylgdi með frétt á sunnlenska.is að Björgunarsveitin þurfti að aðstoða fólk.. en við Agnes létum veðrið ekkert á okkur fá… enda hvað bætir það ástandið að vera svekkja sig á einhverju sem þú getur ekki breytt!
Ponsjoið mitt vakti mikla athylgi eins og venjulega .. enda kemur það sér vel í köldum veðrum! hérna gat ég skutlað mér beint í það þegar ég kom í mark eftir 100m grind.. 
mér finnst þessi mynd e-ð svo góð.. hífandi rok.. ekki kjör aðstæður fyrir hástökk.. var samt næstum búin að bæta mig!
Ég allt í pollabuxunum.. enda úrhellis rigning aldrei langt undan!
HSK vann frjálsíþróttastigakeppnina.. og heildarstigakeppnina reyndar líka.. það var gaman!
stemming í stúkunni á landsmótinu.. þótt hún hefði mátt vera meiri.. ekki margir sem lögðu í það að fara út í þessu veðri..
Þá er það Meistaramót Íslands
Ísland er endalaust fallegt land!
loksins kom sólin á ísland.. og svo mikil sól að engin sá neitt!
Allir að standa á höndum!
Óli töffari.
Rúnar í stuði!
Thelma og Sigþór
Gummi og Andrea að safna sér rokkstigum með því að múna og flassa bíla
flott mynd í 100m grind
alveg búnar á því.. það er eins og við séum að leiðast!
keyra yfir marklínuna!
Óli náði gullinu í grindinni!
Sólbað í stúkunni!
Birgir, Ágústa og strákurinn þeirra Magnús Tryggvi
Gummi náði ótrúlega flottu kasti.. hrikaleg bæting þegar hann kastaði 80,66..
 Hér má sjá video af 400m grind kvenna.. hörku keppni milli mín og Stefaníu!
Til að sjá fleiri video er hægt að klikka hér

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply