Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Skemmtilegasta ferðin til þessa

Skemmtilegasta ferðin til þessa

Þá er ég komin á Ísland aftur eftir ótrúlega skemmtilega keppnisferð til Madeira með landsliðinu. Þetta er skemmtilegasta keppnisferð sem ég hef farið í, þrátt fyrir að árangurinn var ekki eins góður og ég hefði vonast eftir þá var bara ótrúlega gaman í ferðinni. Frábært stemming og góð samheldni í hópnum.
Ég endaði með 4933 stig og var árangurinn seinni daginn svona:
langstökk 5,38
Spjót: 25,98
800m: 2:19,56s

Ég ætlaði mér stærri hluti á þessu móti. Satt að segja fannst mér pínu erfitt að fara í gegnum þraut þar sem árangurinn var ekki frábær í hverri grein, það var svosem ekkert hræðilegt heldur, það var helst hástökkið sem var  ágætt. Mér fannst það pínu erfitt því að ég er svo vön að bæta mig alltaf vel þegar ég keppi í þraut. Áður en ég fór í 800m hlaupið vantaði mig allan hvata til að hlaupa hlaupið. Þar sem ég vissi að ég þurfti að bæta mig töluvert til þess að ná bætingu í þrautinni, ég var orðin rosalega þreytt og eitthvað meira.. en maður verður að halda haus og klára þrautina.. Ég leiddi hlaupið fyrsta hring og tók því allan vind á mig, það var alveg töluvert rok.. ég hefði síðan átt að byrja að gefa í aðeins fyrr því að rokið síðustu 100m var mjög erfitt.. Eftir hlaupið þökkuðu stelpurnar mér meira að segja fyrir að taka vindinn á mig í hlaupinu.. haha…

En ég er ánægð að hafa klárað þessa þraut, að klára styrkir mann andlega og líkamlega. Ég var alveg rosalega þreytt eftir þessa þraut. Ég var eiginlega ennþá þreytt eftir ferðalagið frá Slóvakíu.. En þessi þraut var mjög góð reynsla.. Næsta mót er landsmótið á Selfossi um helgina.. vona að sem flestir mæti þangað!

Nokkrar myndir frá síðasta deginum:

hádegismaturinn minn á keppnisdag..
Íslenska kvennaliðið
Stelpurnar í 7þraut skokkuð hring á keppnisbúningnum.. og margar myndir teknar
Sveinbjörg stóð sig mjög vel og bætti sig og endaði í 3. sæti
Íslenska liðið
Ég og Martine frá Noregi
Hoppuðum í sjóinn eftir keppni!
Jón Sævar mjög spenntur yfir upptökunum.. (gerðum video handa Þórey Eddu)
Hermann og Arna treystu sér ekki niður klettana
Ingi og Krister komnir upp úr sjónum
María Model!
fyrstu 3 sætin í liðakeppninni

1. sæti Noregur, 2. Portugal og 3. rúmenía

Þjóðlegir dansar eftir verðlaunaafhendinguna
Örnu var boðið upp í dans!
Sveinbjörg og Hermann á lokahófinu
Arna og Ég á lokahófi..
Flugvöllurinn í Madeira er pínu litill og maður er allan tíman í í röð.. röð að checka inn, röð að fara í gegnum öryggisskoðun, röð að skoða vegabréfið og röð að komast inn í flugvélina..
flott mynd í London.. mynd af drottningunni sem saman stendur af mörgum litlum myndum af fólki
Fengum okkur djúsí máltíð á flugvellinum
Hér koma nokkur video.. 

Afmælis-stemmings video handa Þórey Eddu sem átti afmæli 30. júní


 Viðtal við Inga Rúnar eftir þrautina.. hann bætti sig í karlaþrautinni


 Viðtal við Maríu Rún eftir þrautina.. hún bætti sig og náði lágmarki á EM 22 ára og yngri


 Viðtal við Sveinbjörgu sem bætti sig og var þriðja stigahæðsta konan í keppninni!

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply