Smáþjóðleikarnir eru mitt fyrsta mót á tímabilinu og því er erfitt að toppa strax í byrjun. Nema hvað að ég byrjaði snilldarlega vel þegar ég bætti mig í logni (vindur 0,0) í 100m grind. Ég hljóp á 14.41sek. átti áður 14.47 frá því í fyrra. Þessi tími er jafnframt nýtt HSK-met og dugði mér til silfurs. Þetta var hörkuhlaup og allar hlupu undir 15 sek.
María Rún, náði ekki að klára hlaupið, hún datt greyið.
Það kom mér svo á óvart að ég hefði verið að bæta mig því mér fannst ég alls ekki vera svo hröð á milli grindanna, fannst þetta bara svona okay, ágætt fyrsta hlaup, fannst ég alveg geta verið léttari á mér að hlaupa hlaupið.. Svo var þetta bara bæting, bara gaman!
Ég var rosa glöð og þegar ég steig á pall var ÍSÍ stjórnin í stúkunni og fagnaði mér vel, það var líka mjög gaman 🙂
Verðlaunin fyrir 100m grind
Ég var hinsvegar ekki alveg nógu sátt við 400m grindarhlaupið hjá mér. Ég náði ekki mínum markmiðum þar. Veðrið var mjög gott þannig ekki get ég kvartað yfir því. Aftur á móti eru beygjurnar frekar knappar svo það er pínu erfittt að ráða við beygjurnar, sérstaklega þar sem ég var á 3. braut. Ég veit ekki hvort það var útaf því en ég hljóp allavega strax á fyrstu grind og svo aftur á 5. eða 6. grind þegar ég hleyp inn í beygjuna aftur. Það er samt ekkert aðal málið, ég þarf bara að vera grimmari af stað og alla leið. Það kemur í næsta hlaupi! en ég fékk brons engu að síður! 🙂
Ég er búin að hlaupa ansi oft á grindurnar síðustu viku! Þetta eru svona 5-6 marblettir blandaðir saman!
Annars er lífið ágætt hérna í Lúxemborg, síðasti dagurinn hérna á morgun. Þar mun ég keppa í 4x400m boðhlaupi, ég mun taka 2. sprett. Hlaupið er kl. 17 (kl 15 á ísl tíma) og við stefnum klárlega á gullið. Sama sveit hljóp á 3:44,69 í fyrra í Noregi og var það 6. besti árangur frá upphafi. Núna erum við allar í betra formi! Íslandsmetið er 3:38,96 og er 17 ára gamalt met.. en það er ekki langt þangað til að það verður okkar 🙂
Nokkrar myndir síðustu 2 daga
Hafdís að nudda liðsfélaga sinn á morgunfundi
fékk aðeins illt í hálsinn eftir kuldan og rigninguna fyrsta daginn.. svo eftir það er ég búin að vera í öllum fötunum mínum svo mér verði örugglega ekki kalt og drekka sítrónuvatn.. plús að borða nóg af berjum og te.
Flott 🙂
P = Páll Óskar
🙂 = Stanslaust stuð!
Það er oft mjög þröngt í strætóinum
Trausti og Óðinn að taka gelgju-mynd
Svo eru það nokkur viðtöl sem ég tók 30. maí.
Viðtal við Óðinn 30. maí eftir keppni
Viðtal við Trausta eftir keppni
Viðtal nr. 2 við Trausta, hann vildi fá að tjá sig aðeins meira
Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss.
Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)
Til hamingju með verðlaunin og gangi þér súper vel á morgun! :*
Takk fyrir það!