don’t worry, be happy
Kannast þú ekki við það að vera stöðugt að pæla í einhverju sem gerðist, hvernig maður hefði getað gert það öðruvísi.. eða hafa áhyggjur af einhverju sem gæti orðið… ég kannast allavega vel við það.. Þetta skemmir oft mjög fyrir manni, maður eyðir allt of mikilli orku í ekki neitt.. hvað er maður að pæla svona mikið í það hvað ég hefði geta gert betur? ég er ekki að fara að breyta því núna, maður lærir bara.. eða hafa áhyggjur af einhverju sem verður svo ekkert „hvað á ég að gera ef næ ekki prófinu“.. eða „hvað á ég að gera ef ég missi af fluginu“ eða hvað sem það er.. svona hugsanir skapa svo mikla streitu og allir vita hvað streita er óholl fyrir mann. Þannig ég er allavega búin að vera markvisst að einbeita mér að vera ekki eins stressuð yfir öllu og reyna að lifa meira í núinu, vel orðaður frasi er
„áhyggjur eru sóun á ímyndunarafli“
Peningar eru yfirleitt mjöööög stór þáttur í áhyggjum. Nær allt sem við gerum og pælum tengist peningum á einhvern hátt. Pælingin líka „ef peningar skipta ekki máli hvað mundir þú þá vera að gera?„
Ég man svo innilega eftir því þegar ég var í æfingabúðum páskana 2009.. æðislegar æfingabúðir eins og alltaf. Æfingabúðir fylla mann eldmóði og gleði, það er eitthvað svo yndislegt að vera bara að æfa og ekkert annað. Þurfa ekki einu sinni að elda fyrir sjálfan sig og geta tekið langar og góðar æfingar úti í æðislega veðri.. Þetta eftirminnilega atvik var þegar ég lá í sólbaði milli æfinga, mér fannst þetta svo fullkomið líf að vera bara æfa, en brátt vorum við að fara heim aftur og ég að fara að vinna annað sumarið í álverinu. Sem var vaktavinna, ég hefði átt að geta náð helstum mótum en þegar það yrðu vinnutarnir væri nánast ómögulegt að ná einhverjum æfingum.. En ég þurfti á vinnunni að halda, fá 300þús á mánuði… svo kom lagið „Don’t worry be happy“ í ipodinum mínum.. ég brosti breitt, settist upp og sagði við þjálfarann minn „ég ætla að komast í landsliðið í sumar!“ hringdi svo seinna í álverið og sagði „því miður get ég ekki unnið hjá ykkur í sumar, ég ætla að komast í landsliðið“. Þetta var bara rétt fyrir sumarið og viðbrögðin hjá fólki í kringum mig var alveg gáttað. Hvað ég væri að sleppa svona „góðri“ vinnu sem væri svona rosalega eftirsótt og ekki komin með neitt í staðin! Ég fékk á endanum vinnu þar sem ég fékk 160þús á mánuði.. og komst í landsliðið.. þetta var svo klárlega þess virði.. hvað er það sem skiptir mestu máli? peningar? nei.. gleðin, ánægjan, hamingjan!
– Þeir sem voru að vinna með mér á vakt hafa líka verið að fylgjast með mér, því ég var með þessar landsliðs-yfirlýsingar!
– Ég get líka sagt frá því að ég hafði áður tekið einhverjar illa launaðar vinnur til þess að geta mætt á allar æfingar og keppnir og ekki komist í landsliðið… en alltaf er svo gaman á keppnum og ferðum og fá að gera það sem mér finnst skemmtilegast..
Ekki eyða lífinu að hafa áhyggjur og gera það sem aðrir segja að þú ættir að gera. Maður á að gera það sem maður vill gera!
þetta video hér er rosa gott til að skýra þessa pælingu
Í þessu video segir hann “ ef þú segir að peningar eru það mikilvægasta í lífinu, þá muntu eyða lífinu þínu algjörlega í að sóa tímanum. Þú munt gera hluti sem þig langar ekki að gera til þess að halda áfram að lifa, það er, til þess að halda áfram að gera það sem þig langar ekki að gera – sem er heimskulegt!“
Don’t worry be happy!
Svo finnst mér þessi mynd líka svo æðisleg.. að hausinn hjá manni skiptir svo miklu máli, oftast er það þú setur þínar eigin takmarkanir!
Facebook Athugasemdir