Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » 58 orð sem lýsa snjó

58 orð sem lýsa snjó

Veður er mjög algengt umræðuefni á Íslandi, kannski meira á landsbyggðinni en í borginni.. allavega alltaf þegar ég er í útlöndum þá vill mamma alltaf númer eitt vita hvernig veðrið er hjá mér og segir mér svo hvernig veðrið er hjá henni.. haha.. Það er líka gaman að spá sjálfur til um hvernig veðrið er, að vera með pabba og horfa á skýin og hann segir mér hvað þau „merkja“ t.d ský sem eru mjög hátt upp og eru svona „hrufluð“ táknar að veðrið er að fara breytast á næstunni.. Eða ég man eftir einu skipti sem ég var í heimsókn á sveitabæ og var í kaffi.. svo segir bóndinn að hann þurfi að drífa sig núna að klára að rúlla því að skýin eru farin að færast…. (man ekki hvernig) sem þýddi að það styttist í að það kæmi síðdegisskúr. Hann fór að rúlla og um klst síðar kom skúr! 

Það eru til óteljandi orð á íslensku sem lýsir veðurfari, til dæmis fann ég lista yfir orð sem lýsa snjó, mismunandi „tegundum“ af snjó.. sum hef ég nú aldrei heyrt, sumt notað ég aldrei og annað oft.. ég gat þó bætti nokkrum orðum við listann, hvað með þig ? kanntu fleiri orð? – ég hef heyrt að það eigi að vera til upp í 100 orð!

mjöll
nýsnævi
áfreða 
brota 
ísskel 
fastalæsing
kafsnjór 
kafald 
kafaldi
kafaldshjastur
bleytuslag
krap
blotasnjó
moldél
snjógangur
snjóhraglandi
snjóbörlingur
hundslappadrífa
skæðadrífa
logndrífa
kafaldsmyglingur
hjaldur
lognkafald 
ryk
kaskahríð
blotahríð 
ofankoma
ofanhríð
fukt 
kafaldsbylur
kafaldshríð
moldbylur
neðanbylur
skafald
skafkafald
snjófok
snjódrif
kóf
fjúk
snjódríf
drift
fjúkburður
fýlingur
skafbylur
skafhríð
skafmold
skafningur
sviðringsbylur
slydda
bleytukafald
klessing 
slytting
hjarn 
snær
snjór
él
hagl
hláka

Ástæðan fyrir því að ég leitaði þennan lista uppi var að frönsk stelpa sem var með mér í tíma á síðustu önn hafði samband við mig útaf því að kennarinn hennar hafði sagt við hana að það væru til 23 orð í íslensku sem lýstu snjó.. hún var ekki alveg að trúa þessu og ákvað að hafa samband.. hún var alveg orðlaus þegar ég sagði henni hvað þau væru mörg, og að ég notaði yfirleitt sjálf um 12 orð af þessum lista.. 

Það var mega jólalegt í gær, snjóaði alveg rugl mikið (sem leiddi til þess að það tók 30mín lengri tíma að komast í skólann.. )og ég var í  lokaprófi.. og endaði daginn að fá mér piparkökur 🙂

Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

5 thoughts on “58 orð sem lýsa snjó

Leave a Reply