Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Hélt ég myndi deyja!

Hélt ég myndi deyja!

Að vera jákvæður er lífsnauðsynlegt, það gerir allt miklu auðveldara. Oft þegar ég er að lesa statusa hjá fólki á facebook, blogg eða hvað sem það er þá er alveg ótrúlegt hvað það nær oft að gera allt æðislegt, frábært og fullkomið. Þó það hljómi/líti út fyrir  kannski alls ekkert fyrir að vera það. En bara fyrir þá sem halda að lífið hjá öðrum sé alltaf svona auðvelt og frábært, að t.d allar æfingar séu yndislegar og ekkert mál þá er það í raun ekki alveg þannig. Þetta snýst bara um viðhorf hjá fólki. Ég get alveg sagt ykkur það að ég er ekki að hoppa hæð mína af gleði í lok interval æfingu sem ég er í heildina kannski búin að spretta alls 4,4km.. 

Í síðustu viku var einmitt slík æfing hjá mér, hafði gert svipaða æfingu vikunni áður, tók vel á því þá og var kófsveitt – ekki þurr blettur á mér, meira að segja ermarnar á peysunni voru blautar. Þetta var góð æfing og mér leið vel. Vikuna eftir (s.s í síðustu viku) jók þjálfarinn hraðann sem ég átti að hlaupa og fleiri lengri sprettir.. og guð minn góður… mér leið alls ekki vel.. ég náði ekki að hlaupa á þessum tíma sem hann setti mér fyrir.. mér varð óglatt.. og fram eftir götunum.. á svona mómentum hugsa ég „afhverju í ansk. er ég að þessu, afhverju er ég ekki bara að slaka á heima?!“ og á sama tíma er „hin Fjólan“ að segja t.d „útaf því þú ætlar til Ríó!!!!“ en heyrist oft minna og minna frá henni þegar á líður.. en aldrei hætti ég.. og reyni oft að hætta að hugsa alveg, bara hugsa um hvert skref, ekki hvað ég marga spretti eftir, hvað ég á marga metra eftir eða hvað ég er ógeðslega þreytt.. – en það er ekki alltaf svona auðvelt.. 

Eftir þessa interval æfingu kom ég hálf skríðandi upp á skrifstofuna hjá Benke þjálfara, alveg örmagna, hann spurði hvernig var.. ég sagði ákveðin „ég hélt ég myndi deyja!“.. þá glotti hann og sagði „so I managed to make you tired“  eða á íslensku „svo mér tókst að gera þig þreytta“ síðan fór hann aðeins að tala um tilganginn með þessum æfingum.. 
En mér fannst þetta samt svo gott svar frá honum.. að honum tókst að gera mig þreytta.. auðvitað var ég ekkert „að deyja“ ég var þreytt.. og það er yfirleitt hausinn á manni sem er svona þreyttur, hann finnur að þettta er erfitt og nennir þessu ekki, hann miklar þetta svo mikið.. 
Það er gott fyrir mann að gera e-ð sem manni finnst erfitt – fara út fyrir þægindahringinn, á hvaða sviði sem það er því næst þá verður það örugglega ekki eins erfitt.. 🙂 hvort sem það er svona æfing, halda fyrirlestur, flytja, atvinnuviðtal eða hvað sem er.. maður verður að þjálfa sig, ég er ekki hissa að ég sé svona þrjóst þegar ég er að þjálfa hana oft í viku – á æfingum.. haha.. en þið fattið hvað ég er að fara.. 

Ég mun verða eins og þessi næsta sumar… hlaupa óstjórnlega hratt með RISA skrefum! 🙂
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

2 thoughts on “Hélt ég myndi deyja!

Leave a Reply