Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Haustið komið

Haustið komið

Það er orðið frekar langt síðan ég bloggaði síðast. Það er
ekki það endilega að ég hafi ekkert að segja heldur er ég búin að nota
kvöldstundir (þegar ég er orðin of þreytt til að geta lært en nota yfirleitt til að blogga) í eitthvað annað eins og
föndra jólagjafir, skipta um blogg síðu, sækja um styrki ofl. En nú ákvað ég að
nota strætóferðina í skólann til að skrifa eitthvað, en það tekur mig 50 mín að fara
í skólann með strætó heiman frá mér. Skólinn er s.s löngu komin á fullt og fer
nú að líða af fyrstu lokaprófinu, þar sem önnin skiptist í tvo hluta, tekur tvo
áfanga í einu í 8 vikur. Ég kann mjög vel við þetta system. Ég er búin að velja
áfanga fyrir næstu önn líka en það er síðasta önnin mín í þessu námi, ótrúlegt! 
Æfingarnar eru líka komnar á gott skrið og harðsperrurnar leyna ekki á sér. Það
er alltaf jafn merkilegt þegar maður fær harðsperrur í ólíklegustu vöðva og áttar sig þá betur á hvaða vöðva maður er að nota við daglegt amstur, eins og
skera ost! Það reyndist frekar erfitt fyrir mig að gera á ákveðnum tímapunkti..
hehe..
Á haustin þá eru alltaf ákveðin tímamót, meira en áramótin
finnst mér því að þá er maður að byrja “allt upp á nýtt” Skólinn fer af stað
(maður getur tekið sig á þar ef maður var ekki nógu duglegur á síðasti ári)
og æfingarnar byrja aftur
(uppbyggingartímabil – byrja á grunn æfingum og setja sér ný markmið). Jú, sumarið
er á enda og kaldir vindar blása, en það getur bara verið kósý að vera inni í
hlýunni og föndra, horfa á bíómynd, baka ofl. Maður getur sest niður og hugsað um sumarið sem er að ljúka, slakað aðeins á eftir mjög annasamt sumar. Það er oft erfitt að slaka á á sumrinn þegar það er endalaust af verkefnum, vinnu, ferðalög, keppnir ofl… ekki misskilja mig það er æði! elska þetta, en maður verður líka að ná að slaka á – líkamlega nauðsynlegt, að hafa líka smá rútínu í daglegu lífi – fara sofa á svipuðum tíma og ná 8 klst svefni, borða á réttum tíma og svona (ekki mikið um fasta rútínu hjá mér yfir sumar tímann)
  Á haustin eru líka alltaf svo
fallegir litir sem mér finnst mjög gaman að taka myndir af…
svo núna er ég búin að vera hlaða batterín og reyna byggja smá forða á líkaman til að takast á við hrikalegan æfingavetur – sem er í raun byrjaður. Þessi íkorni var einmitt að byggja upp smá forða fyrir sig, tína/borða eitthvað fyrir veturinn (náði reyndar ekki nógu góðri mynd af því þegar hann var að tína saman mat)
Svo njótið haustsins… ekki bara blóta kuldanum og leiðinlegu veðri eitthvað.. 
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Leave a Reply