Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Bragðgóð og saðsöm fiskisúpa

Bragðgóð og saðsöm fiskisúpa

Eitt kvöldið ætluðum við bara að hafa snarl í matinn, borða úr ísskápnum. En ég endaði með að gera ótrúlega bragðgóða fiskisúpu. Ég átti helling af grænmeti sem var alveg að fara að skemmast. Það er því frekar mikið hráefni í þessari súpu en hún er mjög einföld að gera.  Uppskriftin er fyrir 2-4.

Innihaldi:

Fiskisúpa1 grænmetisteningur
3dl vatn
2 gulrætur
1/2 rauð paprika
4-6 sveppir
1 msk fiskisoð/sósa
1-2 pressuð hvítlauksrif
400 gr. ýsa/þorskur
1 dl mjólk
nokkrir bitar af ananas (ca. 1/3 úr dós) – má sleppa
6 kúfullar tsk af sýrðum rjóma
30 gr. mexikanskur ostur
2 msk rjóma ostur
4 mozzarella ostakúlur

Krydd smá af öllu, endilega smakka til:
steinselja
pipar
salt
cayan pipar
papriku krydd
siracha sósa (má vera önnur sterk sósa – eða sleppa ef þú þolir ekki sterkan mat)
1 tsk karrý

Aðferð:

  • Sjóða saman grænmetisteninginn og vatnið
  • Skera niður grænmetið og hella út í. Leyfa að sjóða í smástund, þangað til að grænmetið er orðið mjúkt.
  • Bæta við mjólkinni, fiskisoðinu og fiskinum. Láta sjóða/malla í 10 mín.
  • Enda á að bæta við rjómaostinum, ostinum og sýrðum rjóma. Láta það blandast saman við og súpan er klár.
  • Það getur verið gott að setja mozzarella ostinn bara í lokinn í skálina hjá þér þegar þú borðar.
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Skildu eftir svar