Fjóla Signý

Don't Worry Be Happy

Home » Um silfur-hlaupið um helgina

Um silfur-hlaupið um helgina

Síðasta laugardag keppti ég í 400m grind á mótinu Sayo í Stokkhólmi. Til að gera langa sögu stutta hljóp ég á tímanum 60,97s sem er 1,5 sek hraðar en ég hljóp í Luxemborg. Þessi tími dugði mér annað sætið í keppninni og fékk ég rosalega fínan Puma bakpoka. Mig vantaði einmitt bakpoka, þokkalega sátt við að fá bakpokann! En ég ætlaði mér nú að hlaupa en hraðar eða undir 60sek.

Mæja systir, Steini maður hennar og Ísold dóttir þeirra eru í heimsókn hjá okkur Jóni Steinari hérna í Falun. Við fórum öll saman til Stokkhólms, mjög gaman að fá íslenska hvatningu. Ekki það að Svíarnir eru búnir að læra að segja „áfram Fjóla“ eftir allar myndirnar sem Jóhanna siss var að setja inn á Facebook. Á leiðinni til Stokkhólms beygðum við á einum stað vitlaust og tók okkur 15-20 til að finna aftur rétta leið. Þannig við vorum komin svona í seinna lagi á keppnisstaðinn. Það gleymdist að staðfesta að ég myndi mæta í keppnina, sem maður verður að gera lágmark klst áður. Ég var því með þjálfaranum mínum að redda því, fékk að keppa en hljóp á 2. braut.

Ég dreif mig þá að hita upp, tíminn búinn að styttast. Ég ætla svo að sækja gaddaskóna mína til Jóns Steinars sem sat í stúkunni.. ég kom þangað þá voru þau búin að færa sig og ég vissi ekkert hvar þau voru.. eftir smá leit fann ég þau.. hljóp þá i nafnakall og þá voru keppendurnir farnir inn á völlinn þannig ég hljóp upp á völl aftur. Smá stress en tókst allt að lokum. En útaf þessum hlaupum þá hvorki sá ég né heyrði neitt start á einhverju hlaupi á undan. Það var ekki skotið úr byssu heldur svona rafmagns byssa og því þegar það kom hljóðið (sem var ekki skothlóð) þá kipptist ég bara við, sá svo hinar fara af stað og hljóp svo af stað!! hahaha..  ég vissi ekki að þetta var ræsið! fáránlegt.. aldrei lent í þessu áður en ég hljóp bara eins og vindurinn og fílaði mig rosalega vel… en á 5. og 8. grind passaði ekki alveg á grindina og tipplaði á undan og missti hraðann niður.

Eftir að hafa skoðað og greint myndband af hlaupinu kom það í ljós þrátt fyrir þetta ömurlega start þá leit út fyrir því að ég myndi bæta mig eftir fyrstu 200m, en missti hraðann niður á þessum grindum (nr.5 og 8) og náði honum ekki upp aftur. Ég á sem sagt best 59,62s frá því í fyrra. Þannig ég hlakka bara ótrúlega að til að keppa næstu helgi. En þá mun ég keppa í Uppsala á mótarröð sem heitir Folksam Challenge.

Þessi mynd var tekin sl. föstudag en þá var ég að útskrifast sem viðskiptafræðingur!
Þessi mynd var svo tekin í dag, vantaði einhverja almennilega mynd af mér merkt Umf. Selfoss
Facebook Athugasemdir

Um mig

Nafn: Fjóla Signý

Stutt ágrip: Ég er sveitastelpa sunnan heiða en bý núna í Reykjavík. Ég æfi frjálsar að kappi og keppi fyrir umf. Selfoss. Mitt mottó að reyna að lifa eftir setningunni "don't worry be happy" eða "ekki hafa áhyggjur, vertu hamingjusamur" :)

Skildu eftir svar